Sælir hugarar

Ég er með Nissan Sunny Wagon 4x4 og finnst óþarflega mikill hávaði í druslunni. Ég var að spá hvort þið hefðuð einhver góð ráð til að bæta hljóðeinangrunina í bílnum?

Annað, ég var að spá í hvaða dekkjastærð eigi að vera undir bílnum, ég er núna á 175/65 R14 og í 100 km hraða er ég í rétt rúmum 3000 snúningum sem mér finnst alltof hátt, mér dettur helst í hug að það sé vegna þess að bíllinn sé á of litlum dekkjum, vitiði hvaða stærð á að vera undir svona bíl?