Ef maður fer aðeins að spá í hvað sé að gerast hjá MMC, þ.e fólksbílunum

Lancer: Skutbíllinn er búinn að vera óbreyttur síðan síðla árs 1992, þá nákvæmlega eins, sama mælaborð, útliið, ALLT. Sedan bíllinn endurnýjaðist hinsvegar í byrjun 1996, síðan kom andlitslyfting 98 og síðan ekki söguna meir. Enda er Lancer ekki vinæll einsog hann var. Maður einfaldlega kaupir EKKI Lancer 4WD á kannski 1,8-1,9 milljónir með 10 ára gamla hönnun. Sedaninn fæst svo bara með 1300 vél sem er 75 hestöfl

“Charisma”: illa heppnaður bíll sem seldist lítið, það er núna hætt að framleiða hann.

Colt: hönnun síðan 1996, sem var ekki svo mikil breyting frá 92 boddýinu. Colt var vinsæll en ekki núna.

Galant: mjög vinsæll bíll og hafa enst alveg frábærlega, hann er mjög töff núna en þetta var bara andlitslyfting af 6 ára gamalli hönnun

Þetta er einhvern veginn alveg úr takti við aðra framleiðendur sem endurnýja alla línuna á ca 4ja ára fresti. Ef maður rennir yfir sögu Lancer frá 1984 er þetta svona
Lancer frá 1984- 1988
Svo kom 1989-1992
Svo 1992-
Afhverju stoppaði þetta?

Ef maður er að spá í nýjan fólksbíl í dag er MMC eiginlega alveg útúr myndinni.