Halló

Ég á 2001 Peugeot 406 bíl, sem er komin langt yfir því að hafa átt að fara í olíuskipti en ég hef ekki efni á því og hef því neyðst til að fresta því (fer með hann í Júní)

Í dag ætlaði ég að bæta á olíuna og tékka olíu í leiðini og prikið var allt út í svona hnetusmjörslituðu klístri, hef ekki séð þetta áður á bílnum. Olían sjálf var bara venjulega brún á litinn. Augljóslega þarf að skipta um einhverjar síur. En hvað getur valdið því að prikið sé svona skrítið, svo var líka loftbólur á olíuni sjálfri. Eitthvað allt annað en ég er vön að sjá.

Væri ágætt ef einhver hefur einhverjar hugmyndir hvað veldur þessu og hverju ég gæti átt von á að þurfa að laga sambandi við þetta.

Takk kærlega.