eins og ég póstaði hérna í korknum þá sagði ég að tímareimin hafði slitnaði í gamla volvoinum mínum.

jæja minn versti ótti hefur orðið að veruleika.. ég fékk loksins tíma á verkstæði og gaurinn skipti um fyrir mig. siðan hringdi í ég í hann áðan og hann sagði hafa skipt um tímareimina og bakkningsdollurnar (sem kostaði helvítis 7 þús kall!!)

En hann var ekki alveg sáttur með ganginn í vélinni og óttaðist að hún gengi ekki á einum stimpli.

heimurinn minn hrundi!!!

gaurinn sagðist ætla að hringja í umboðið fyrir mig og tjekka á þessu dæmi eitthvað og ætlaði að láta mig vita sennipartinn..
ég er með krosslagðia putta og fiðring í maganum!

ég verð að hafa bíl! og hef alls ekki efni á að borga fyrir nýja ventla,bakkningar og guð má vita hvað meira. og svo auðvitað viðgerðarkostnað..


-Dabbi