Ég er með forláta rossa (Daihatsu Feroza ´91) og hann er ekkert smá harður, nema að það eru einhverjar helvítis gangtruflanir í honum. Ég veit ekki rassgat hvað er að gerast en vélarljósið kviknar alltíeinu á keyrslu (3000 - 4000 snúningar) og ef ég sleppi bensíninu þá dettur snúningsmælirinn beint niður í núll.

Ég held að ég ráði ekki við þetta sjálfur, ekki nema einhver hafi lent í þessu, svo ég var að spá hvort einhver svona verkstæði væru betri en önnur?

“Þúsundkall er betri en enginn kall”