Í morgun þegar ég fór út í bíl startaði hann ekki, engin ljós á mælaborði eða neitt, svo ég fór að checka með rafgeyminn og tók í hlífina yfir plúsinum og reyndi að hagga við honum til að sjá ef hann væri laus en hann var ekki laus svo ég reyndi enn eina ferðina að starta en þá flýgur hann í gang og
Allar stillingar í útvarpinu og klukkan hafa resetað.
Ég lyfti svo aðeins hlífinni til að skoða betur og sá ekkert nema eikkað smá grænleitt á litlum fleti en ekkert mikið.
Svo ég er að spá er rafgeymirinn að klikka eða þarf ég að hreinsa pólana t.d.?