Alltaf þegar ég er að skoða verð á bgs.is þá lækkar verð á eldri bílum mjög undarlega. Ég skoða aðalega BMW sem eru nú frekar dýrir ég veit ekki hvort þetta eigi sérstaklega við um bíla með hátt nývirði.
Svo dæmi sé tekið (m.v. 15 júní í öllum dæmunum og 15þ km akstur á ári).
BMW 730iA
ekinn 150þ 1992 módel verð 1.373þ
ekinn 165þ 1991 módel verð 1.018þ
ekinn 180þ 1990 módel verð 662þ
ekinn 195þ 1989 módel verð 307þ
ekinn 210þ 1988 módel verð 0

Þessar lækkanir eru mjög skrýtnar og geta brenglað verð á svona bílum (útskýrir kannski hversu margir 700 bílar eru á bílasölum).
Núllið í seinustu færslunni er mjög eðlilegt þar sem mat á svo gömlum bíl ræðst svo mikið af ástandi hvers bíls. 0 þýðir að ekki er til viðmiðunarverð fyrir bílinn.
Þegar ég ber saman prósentutölur (ekki upphæðir) á lækkunum á eins bíl í Þýskalandi (dat.de) eru lækkanirnar miklu línulegri og þ.a.l. eðlilegri.
Það er alltaf talað um það að afföllin séu mest af nýjum bílum og svo lækkandi eftir það!!!
Hvað segja menn um þetta?
BMW Freude am Fahren