Hraðakstur getur drepið eins og allir vita. Og við búum ekki svo vel hér á landi að hafa aksturssvæði. Sumir geta sagt að Kvartmílubrautin sé aksturssvæði. Það er bara að nafninu til, til að uppfylla ströngustu reglur væri bara mokað yfir svæðið. Oft hefur það verið í umræðunni að svæði sé í undirbúning að byggingu. Ekki verður samt mikið úr því.
Ökukennsla er fyndin að því leiti ef 17 ára manneskja byrjar að læra í apríl og líkur í október getur sá hinn sami komist út í umferðinna án þess að keyra í hálku. Ekki er hægt að það sé viðunandi þegar við búum á Íslandi.
Besta leiðin væri náttúrlega að ríkið myndi byggja akstursbraut. Við vitum að það er ekki að fara að gerast næstu ár. Ekki getum við alltaf sagt bara við þessa ungu stráka/stelpur keyrðið rólega og málið dautt. Það verður að vera e-ð meira sem er gert.
Ég keyrði Audi A4 2009 sem testdriver fyrir Audi í Ameríku haustið 2008. Þetta fór fram á Nascarbraut svo það var „öruggt“ sjúkrabíll var líka á staðnum. Þarna gerði ég samprófun á milli Audi, Bens, Lexus og BMW. Svo gerði maður þeim skil á reynslu sinni við aksturinn. Eftir þetta mátti ég velja mér Audi bíl til að „leika“ mér á. Það var ekki erfitt að velja þegar þarna stóð nýr R8 með stærri vélinni. Þarna fór ég með bílinn í 300kmh sem verður að teljast gott. Svo prófaði ég flest alla bíla sem Audi framleiðir. Eftir þetta hefur mér verið boðið að gerast testdriver fyrir fleiri bílaframleiðendur. Það hefur ekki orðið úr því, ég er staddur á landinu kalda. Þegar ég fer þarna aftur þá bíður mín boð frá Framleiðendum eins og Infiniti, BMW, Porsche o.fl.
Ég mæli með að flugfélögin geri ferð til Bretlands þar sem verður farið á akstursbraut og ungt fólk getur keyrt eins og það sýnist . Í „öruggu“ umhverfi en það er alltaf áhætta að keyra svona hratt en þarna er reynt að gera áhættuna eins litla og mögulegt er. Þetta getur verið svona adrenalins ferð. Jafn vel myndi hraðakstur á götum landsins minka.
Þeir sem fara til útlanda leitið uppi brautir oft er hægt að fá að keyra bíla þar fyrir smá þóknun. En þetta er alveg þess virði bara setja petalann í gólfið og ekki þurfa að spá í löggumann.
Available for parties ^-^