DAGSKRÁ BÍLADAGA 2010 Bíladagar 2010 fara fram
dagana 17. – 20. Júní.
Dagskráin í ár hefst með
þjóðhátíðarsýningu félagsins
þann 17. Júní og fer
sýningin fram í „Boganum“
sem er fjölnota íþróttahús.
Sýningin verður opin frá kl.
11:00. – kl. 21:00.
Þeir sem vilja koma sér í
samband við sýningarnefnd vegna sýningartækja er bent á að hafa samband
við formann sýningardeildar í síma 862-6450 eða með tölvupósti á
anton@ba.is
Föstudaginn 18. Júní er komið að „Burn-Out“
sýningunni en hún fer að venju fram á
Akureyrarvelli. Völlurinn er í hjarta bæjarins
og með frábærri áhorfendaaðstöðu og
stemmingin og lyktin í stúkunum einstök.
Sýningin hefst kl. 21:30.
Laugardaginn 19. Júní
fer fram Íslandsmeistaramótið í Olís –
Götuspyrnunni. Götuspyrnan
er löngu búinn að sanna sig
sem allra vinsælasta
akstursíþróttamót landsins og
nánast hægt að segja að færri
komist að en vilji. Áhorfendur
hafa skipt þúsundum og
keppendur fjölmenna í flokka
við hæfi allra löglegra
götubíla. Götuspyrnan hefst kl.
16:00.-
Sunnudaginn 20. Júní fer fram þriðja umferð Íslandsmótsins í Drifti en
þessum viðburði var bætt inn á dagskrá Bíladaga fyrir 3 árum og hefur notið
gríðarlega mikilla vinsælda. Keppnin fer fram á plani Flytjanda á Akureyri
og hefst með tímatökum kl. 13:00.
Bílaklúbbur Akureyrar hefur nú
haldið Bíladaga sem slíka í 15 ár
en upphaf þeirra má rekja enn
lengra aftur í tímann eða allt til 17.
Júní 1974 er félagið hélt sína
fyrstu þjóðhátíðar bílasýningu. Það
er einlægur vilji okkar að gera
Bíladaga 2010 sem allra
glæsilegasta og treystum við
einnig á gesti okkar í því að gera
þá sem allra ánægjulegasta. Í því samhengi er rétt að minna á að Bíladagar
eru ekki útihátíð – heldur veisla áhugamannsins um bíla, tæki og
mótorsport.
Við hlökkum til að sjá þig!!
Torfæra – Sandspyrna. Um Verslunarmannahelgina verðum við með
ruddaveislu á landsvæðinu okkar þar sem spólað verður í sandi og möl alla
helgina. Þá höldum við sandspyrnukeppni, torfærukeppni, fjórhjólakeppni,
grillmaraþon og margt fleira. Umræður um þessa ótrúlegu helgi eru farnar
að kvikna á nýjum og stórglæsilegum spjallþræði félagsins
http://spjall.ba.is/ Þú vilt skrá þig þar og byrja spjalla strax í dag☺

Fengið frá www.ba.is Bílaklúbbur Akureyrar.