Krúttlegi bílinn minn átti að fara í skoðun í mars sem þýðir að síðasti sjéns til að fara með hann er í maí, núna er síðasti dagurinn í maí en ég nenni ómögulega að fara með hann í dag því þetta er dálítil keyrsla fyrir mig.
Haldiði að ég sleppi ef ég fer með hann í vikunni? langar lítið í 15 þús króna sekt en nenni ómögulega með hann í dag ef það er ekki lífsnauðsynlegt.

Geri mér litla grein fyrir hversu strangir lagaverðir Íslands eru í dag og er að vonast til að bílaáhugamenn huga geti ráðlagt stúlku sem kann lítið sem ekkert inná þetta svið..

Skjót svör óskast :)
Sá er sæll er sjálfur um á