Í dag skipti ég við einstaklega skemmtilegt bifreiðaverkstæði að nafni Bílaþjónustan í súðarvogi 42.

Það sem gerir þetta bifreiðaverkstæði skemmtilegt er hugmyndin á bak við það, en ólíkt flestum öðrum bifreiðaverkstæðum hefur maður valkostin á því að leigja einungis aðstöðuna en sjá sjálfur um vinnuna.

Ég mætti þarna um þrjú leytið í dag og tók maður að nafni Guðjón á móti mér, tjáði hann mér að verðið fyrir tjökkun á gólfi+ aðgang að verkfærum væri 800kr en að lyfting+ aðganur að verkfærum væri á 1200kr, kaus ég fyrri valkostinn þar sem ég þurfti einungis að festa lauslega púströrið undir bílnum. Er inn í hús var komið var mér boðinn samfestingur og vísað á tjakkinn góða og verkfærin. Eftir að hafa tjakkað bílinn upp og reynt að festa pústið með vírnum og gölluðu vírklemmuni sem ég kom í með í dágóðan tíma kom Guðjón og sló upp samtali við mig, spurði hann mig hvort þetta virkaði ekkert, játaði ég því og sagði vírklemmuna handónýta, fór hann þá og náði í plast strimla er ég gat notað til að festa pústið. Að viðgerðinni lokinni benti hann mér á vask er ég gat þvoð mér um hendurnar í og að þvottinum loknum borgaði ég og keyrði út.

Fyrir mann eins og mig kemur tilvist staðar af þessu tagi sér afar vel þar sem mér líkar afar illa að liggja á blautri jörð og enginn bílskúr stendur á minni lóð.