Ég var að kíkja á þennan Porsche Ceyenne í dag á pistonheads og ég verð bara að segja að mér finnst þetta með ljótari bílum og ég skil ekki alveg hvað Porsche er að fara með þessum bíl. Það er alls óvíst með hvernig utanvega hæfileikar þessa bíls verða en það er nokkuð víst að hann mun hegða sér vel á vegi.
BMW X5 er að mínu mati bæði miklu fallegri bíll og ég er nokkuð viss um að hann mun standa Porsche framar þegar kemur að getu utanvega.
Einnig óttast maður að Porsche kunni nú að hugsa með sér að nú sé tækifæri að koma með allan pakkann eins og Porsche seda, station, SUV og hvað þetta heitir allt. Nú er ég reyndar afskaplega svartsýnn.
Það er kannski eitt gott við þetta en það er að Tóti tönn hlýtur að fá svona bíl hingað heim þar sem mér skilst að hann hafi pantað svona bíl frá Bílabúð Benna um leið og ljóst var að bíllinn færi í framleiðslu…. þannig að ef maður er roooosalega heppinn þá gæti maður kannski séð X5 4.4, Porsche Ceyenne og AMG ML55 í spyrnu!!! líklegt……..