Jæja, mig langar að fara að dekra svolítið við bílinn minn en veit bara ekki alveg hvar ég á að byrja. Svona í fyrsta lagi þá fæ ég ekki skoðun á hann ! Hann mengar of mikið og ég er búin að skipta um loftsíu, kerti, súrefnisskynjara og fara með hann í olíuskipti og keyra á honum með hreinsiefni í bensíninu en allt kemur fyrir ekki ! Einhverjar hugmyndir hvað gæti lagað þetta ?

Síðan næsta.. Lakkið er roooosalega ónýtt á annari hliðinni á bílnum. Sjá mynd:
http://tinypic.com/view.php?pic=16a5gzr&s=3
svona er öll önnur hliðin á honum og toppurinn, og ég var að velta því fyrir mér hvort að það sé hægt að laga þetta með heilsprautun eða hvort að það sé eitthvað annað hægt að gera, því að á mörgun stöðum getur maður plokkað lakkið af, hann er samt ekkert ryðgaður. greyjið :( og hvað er svona venjulegt verð fyrir heilsprautun (og ekki vill svo til að þið þekkið einhverja sem gera þetta ódýrara ;) )

Filmur í rúður ! Hvað er svona ca verðið á því ? er búin að heyra að sumir taka 5000 kall á rúðu, en hvað kostar ef maður gerir þetta sjálfur ? :)

og hvar get ég fundið fullt af svona “aukadóti”, ljósum, ný áklæði yfir sætin (sem hægt er að “klæða” sætin í) og eitthvað fleira svona dúlleri.

og síðan var ég að spá hvort að einhver hafi prófað að sprauta innréttinguna í bílnum sínum og hvort að það hafi heppnast vel. innréttingin mín er svona ljót-grá og ég var að spá hvort að það væri nokkuð mál að kaupa bara spreybrúa og sprauta hana svarta :)

Allar athugasemdir eru roosalega vel þegnar :) ég er rosalegur noob þegar kemur að bílamálum og langar að gera eitthvað fínt fyrir drusluna mína en veit bara ekki hvar ég á að byrja.