Ég átti einusinni BMW 732iBIL bil sem búið var að eyða mjög miklum fjármunum og tíma í að gera æðislegan að öllu leiti og var mér mikið meira virði heldur en hann var verðlagður á. þegar ég kem út til að fara í vinnu einn morgunin þá kem eg að bílnum þar sem búið er að brjótast inn í hann og stela úr honum hljómflutningstækjunum sem voru að verðmæti hátt í 200 þúsund krónur.Og ekki nóg með það heldur var búið að stórskemma bílinn með því að brjótast inn í hann.Ég sat því uppi með tjón sem var vel yfir 200 þúsund. Enn ekki var nu allt búið enn því að aðeins nokkrum dögum seinna voru svo dekkjunum og felgunum stolið. þetta voru mjög sjaldgæfar felgur sem að ég held að BMW hafi aðeins komið með i stuttan tíma. Voru 15 og hálf tomma að stærð og mjög fallegar auk þess sem dekkin um 80.000 kóna micelin hraðakstursdekk. Mitt tjón þessa vikuna var þvi að mörgu leiti ómetanlegt og næsta víst að hér hafa verið á ferðinni menn eða strákar sem einga virðingu bera fyrir eigum annara.Og hvað er svo gert við svona gutta ef og þegar þeir nást af lögregluni. Jú mesta lægi slegið á puttana á þeim og þeir látnir lofa að gera svona ekki aftur.Ég tel mig að mörgu leiti heppinn að hafa ekki komið að þeim því að þá sæti ég í fangelsi í dag.Ég tilkynnti þetta auðvitað til lögreglunnar en aldrei hefur neitt komið út ur þvi.Ég lít ekki á svona menn sem smáglæpamenn heldur heldu mun alvarlegra en það. Það er mjög skritin tilfining að láta fara svona með sig og geta ekkert gert til að fá svona lagað bætt.