Kæru hugarar

Ég er að hjálpa vini mínum í að laga og yfirfara vél í Hondu Prelude ´88 og var að spá í hvort að það væri einhvað vit í að reyna að tjúna hana aðeins í leiðinni.

Ég las mér til um það að hægt sé að renna nokkur kíló (allavega slatta) af "swing hjólinu og með því á að vinnast allt að 25% meiri snerpa í 1. og öðrum gír og mjög lítið af aukaverkunum!
Aukaverkanirnar væru þá að erfitt væri að taka af stað á lágum snúning án þess að drepa á bílum.

Ég er búinn að tala við nokkra sérfræðinga um þetta og þeir tala um að þetta sé oft gert á bílum sem eru að keppa í kvartmílu og á stuttum brautum og að þetta virki vel.

Miðað við það sem ég hef heyrt eru kostirnir fleiri en gallar og hægt sé að venjast göllunum auðveldlega.

Nú vill ég fá álit ykkar á þessu máli og sérstaklega frá þeim sem hafa reynslu af þessu

..:Hjörtur:..