Ég hafði frétt að því að BMW M3 hafi verið uppi á höfða á ótilgreindri bílasölu og ákvað því að kíkja á hann. Bílinn leit helvíti vel út og hefði ég ekkert á móti því að eiga svona bíl. Síðan í dag fór ég og ætlaði að sýna félaga mínum hann. Það fyrsta sem við tökum eftir er að það er búið að taka speiglana af honum. Þeir bara skrúfaðir af og klippt á vírinn. Einnig hafði einhver fyrir því að taka M3 merkið af honum svo að límingin var bara eftir. Þetta vakti mikla furðu hjá mér þar sem ég trúi nú ekki að eigandinn hafi ætlað flytja bílinn sinn í pörtum í burtu. Þó hafði hann örugglega séð þetta því nú var bílinn ekki lengur til sölu. Það er ótrúlega að það sé ekki hægt að hafa bílinn sinn í friði án þess að hann sé skemmdur! Ég hef persónulega lent í vandræðum með bílasöluna við hliðiná en þá var græjum stolið úr bílnum þar sem hann stóð á sölunni og seinna var hann skemmdur af einhverjum sem hafði fengið að reynslukeyra hann. Ég veit allavega að ég ætla ekki að selja bílinn minn hjá þessum bílasölum!