Svar Við “Tækifæri!”

Sælir..

Þið skuluð ekki beint halda að það sé mjög létt að komast að bílunum, þegar þeir eru ekki á lóninu er þeir í sérstöku tjaldi og fjórir menn sem vakta þá 24tíma´sólahrings. Þetta er 4 AM og 4 Jaguar. Þeir eru aldeilis ekki nálægt því að vera eins og úr verksmiðjunni því að í Am bílnum er einungis 8cyl Chevy mótor. ( Var sagt að það væri til að koma 4x4drifi í hann, enginn leikur að vera á 200km/h í ís með sjóinn allt í kring) Í bílunum eru risastórir Loftpúðar sem skjótast upp ef bíllinn fer í gegnum vök og niður í kalt lónið. Bróðir minn vinnur þarna með björgunarsveitnni sem er skyldug til að vera þarna af framleiðanda myndarinnar, og hann fékk ekki einu sinni að smella af mynd af bílunum. Í bílunum er EKTA Vopnabúnaður, vélbyssa, eldflaugar og fl. Til stóð að lenda Herculesar herflugvél á Hornafjarðarflugvöll með bílanna, en það var blásið af, jú því að myndi bera allt of mikla athygli. Komu í gámum frá RvK. Eftir tökur, sem verða í liðlega 3 vikur í viðbót, munu bílarnir VERÐA RIFNIR ( alger sorg) Tökustaðir sjást ekki frá vegi heldur eru þeir við jökulinn í skjóli allra malaröldanna þarna. Hver AM bíll kostaði liðlega 22 millur hingað kominn, veit ekki með Jagúarinn.

En það er ekkert annað en hrein synd og skömm að geta ekki fengið tækifæri til að skoða þessa bíla….En svona er þessi kvikmyndabransi…
Glory Glory…