Svoooo, ég klessukeyrði bílinn minn í ræmur fyrir viku síðan og tryggingarnar keyptu hann af mér. Hann var nú ekki mikils metinn svo ég hef engan pening frekar en næsti maður á milli handanna.

Ég hef svona temmilega mikið vit á bílum, a.m.k. ákveðnum tegundum. Er búin að þræða allar bílasölur í RVK og það stóð aðeins einn bíll uppúr, valdi versta tímann til þess að rústa bílnum mínum, ekkert í boði nema piece of crap druslur eða jeppar/jepplingar, og kannski svo ég segi ykkur það núna, ég keyri ekki hvaða bíl sem er, fyrir mér er akstur miklu meir en akstur og bíllinn verður að vera meir heldur en bíll, þar af leiðandi hlusta ég ekki á eitthvað um Yaris eða álíka persónuleikalausa bíla!

Bíllinn sem stóð uppúr hjá mér var Chevrolet Lacetti Sport '06 módel, fékk að reynsluaka honum og hann hentar mér fullkomlega, kúplingin temmilega hátt uppi, gírkassinn frábærlega stífur(eins og í gamla bílnum mínum *sniff*). Gellubíll en samt ekki of gellulegur. Vandamálið er bara það að ég hef ekki hundsvit á Chevrolet, reyndi eitthvað að gúggla bilanatíðni og annað slíkt en fékk ekkert haldbært. Svo ég þigg allt sem þið getið sagt mér um Chevrolet, einnig ef þið eruð að selja eða vitið um einhvern sem er að selja eða bara ef þið hafið einhverjar ábendingar. Þigg allt.

Fyrirfram þakkir.