Það getur engin sem einhverjum tíma hefur eitt í skúrnum sagt mér að það hafi alltaf alt gengið hrakfallalaust þar á bæ en mig datt í hug a það gæti eftirvill verið skondið að skiptast á nokkrum sögum… ég náttla birjaði að dunda mér í skúrnum áður en ég lærði að reima þannig að margt hefur nú skeð.. og líka margt ekki í skúrnum.. nokkur dæmi..

ég var að gera upp saab 900 þegar ég var ca: 13ára eitthvað var ég að vesenast undir bílnum og var ekki með hann á búkkum… þegar ég var kominn undir skrjóðinn seig tjakkurinn niður og bitin undir vélini lenti ofan á brjóstkassanum á mér og hélt mér pikkföstum undir bílnum.. tjakkurinn sem betur fer seig ekki alveg niður en nóg til að ég gæti varla blikkað augunum :-Ð

Áðurnefndur vinur minn á Rauðum 81 Camaro.. eins og svo margir sem eiga fallega bíla þá er hann mikið fyrir að sýna stelpunum bílin og ætlaði hann einu sinni að sýna einhverjum stelpum hvað vélin væri nú fallega máluð (enda málaði ég hana :-) ) eitthvað var nú húddið skakt og Brotnaði Framrúðan! þegar húddið var opnað

ég var að pússa rið af bíl sem ég átti með slípirokk.. einhvernveginn beit rokkurinn sig nú fastan í brettið og snéri mér í heilan hring rokkruinn tók stefnuna á “vinnu-borðið” og endaði hann á bólakaf í borðinu… mér líkaði þetta nú ekki alveg og sparlasði ég í sprunguna og málaði.. pabbi fattaði það aldrei :-Ð

ég hef nú oftar en einu sinni gert pabba mínum lífinu leitt með því að reyna þrífa bílana hans (a.t.h þegar ég var barn) tvö skipti sem eru manni þó minnistæð.. þegar ég var mjöög lítill sona 3ára sat ég í skúrnum og horfði á pabba bóna skjannahvíta Range Roverinn sinn.. mér náttla datt ekki annað í hug en að hjálpa kallinum aðeins og tók eina væna lúku af möl á bílastæðinu skellti henni á húddið og mundaði sem tusku :-)

nú var ég orðinn sona 3árum eldri og var nú farinn að hafa vit á að þrífa bílin með vatni.. Saab sem pábi átti á stóð í skúrnum og ætlaði ég að að gleðja kallin með því að sjæna bílin fyrir hann og birjaði að þrífa bílin með kústi (vatnskústi) en eitthvað leiddist mér þetta og hef greinilega farið út.. þegar kallin kom nú heim daginn eftir var bílastæðið komið á flot og bílskúrinn eftir því..

Margir amerískir bílar eru með tjakka í húddinu sem halda vélarhlífini opni.. þessir tjakkar voru Farnir í Rauða Trans aminum sem eg átti og var því notast við hluti eins og málningarstöng og þvílíka hluti til að halda því meðan ég vann í húddinu.. einn Daginn var ég hérna á útá bílastæði að vesenast í að skipta um loftsíu og þá þurfti málningarstöngin endilega að færa sig með þeim afleiðingum húddið féll niður og skall á hausnum á mér í framhaldi að þessu þá skallaði ég að mig minnir ventlalokið og varð ég nú eitthvað vel vankaður þarna.. því miður þurfti ég endilega að vera af þessu útá bílastæði (bara lagt með aksturstefnu) þannig að einhver voru nú vitnin af þessu sem betur fer var einn af þeim lögregla og var hann ekki lengi að hlaupa til og opna fyrir mig húddið… P.S HÚDD Á TRANS AM ER ÞUNGT!

einu sinni var ég að spyrna við vin minn og var ég búnað rótbusta gaurinn en eitthvað hef ég nú verið utan við mig og fór útaf á hinu enda brautarinnar :-)

jæja Nú er komið af ykkur :-)