Sko, mönnum dettur nú ýmislegt í hug og það er greinilegt að ef hugmyndaflugið og peningarnir eru fyrir hendi þá er hægt að framkvæma ýmislegt líka.

Ég var rétt í þessu að horfa á myndband af 700 hestafla útgáfu af BMW X5 taka hring á Nordschleife á 8 mínútum rétt rúmlega (víst svaka góður tími). Þetta flykki er með tólf strokka vélina tjúnaða í 700 hesta og er með 307 (278 segir á annarri síðu)kílómetra hámarkshraða!!

Ég held reyndar að utanvega hæfileikarnir fari fyrir lítið;)

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er myndbandið hér.

http://home.san.rr.com/ucsdxb0i/bmw_x5lemans.rm

Vélin er víst úr einhverjum LeMans sigurvegara (McLaren 1995), hann er 4.7 í hundrað kmh og bíllinn mun ekki fara í framleiðslu.

Hér eru myndir.

http://www.bmwworld.com/models/x5_lemans.htm