Núna um daginn átti ég leið hjá Iðnskólanum í Reykjavík og þar stóð einn grár BMW M3. Síðan varð mér litið á dekkin og hugsaði með mér “ég held nú að það séu massífari og stærri dekk undir M3” og svo sagði félagi minn mér að hann trúði varla að þetta væri M3, því að það væri algjört dósahljóð í honum. Svo fletti maður upp, og þá kom í ljós að þetta var bara venjulegur 113 hestafla 318. Allir sem eitthvað vit hafa á bílum sjá að þetta er ekki M3 (ég, sem hef nú ekki mikið vit á bílum tók eftir því). Stelpur gera oft ekki greinarmun á M3 og 316, spá oft bara í lit og merki, og strákar vita að þetta er ekki M3. Svo ég spyr þá bara, af hverju gerir fólk þetta ?