Mér hefur oft verið hugsað til 540 bílana frá BMW og þá sérstaklega með tilliti til þess að ég gæti hugsað mér að eiga 540 (alveg sama hvort hann er touring eða ekki, þó það væri náttúrulega kannski bara betra að hafa hann touring) og þá ennþá frekar 540 sport. Sá bíll var með allt úr M5 nema vélina og þykir víst ansi svæsinn en var eingöngu seldur í Canada, Suður Afríku og kannski USA.

Ég er þó ennþá hrifanir af E34 boddíinu en hef ekki séð einn einasta 540 bíl hér á landi með því boddíi. Ég hef sé nokkra 535 sem væru sosem ekkert leiðinlegir, en því spyr ég, hafið þið nokkurn tímann séð E34 540i á Íslandi?