Ég lenti í því óláni á Sunnudaginn að missa bílinn minn í lausamöl og velta honum þegar ég lenti á hnulla jarðföstu grjóti utanvegar. Nú vantar mig annan bíl…

Ég hef verið að velta mikið fyrir mér eftirfarandi tveimur bílum:

-Mazda 323F GT V6 2000 u.þ.b '96 módelið. Vinnufélagi minn veit um einn sem hann var sjálfur mikið að velta fyrir sér en frúin hans var ekki sátt við svona aflmikinn bíl (þau enduðu á að kaupa sér Polo). Hann segist geta reddað mér honum á 600 þús. ekinn 90,000 km, hvítur, 5 dyra, að vísu viðgerður tjónabíll en hann segir að hann sé mjög fínn. Ég hef lengi verið spenntur fyrir þessum bílum (5 dyra þ.e.a.s).

-Mitsubishi Eclipse GS(jafnvel með X-i fyrir aftan GS-ið). Þessi sami vinnufélagi minn sagði mér að þetta væru flottir bílar, ágætir á sinn hátt en dýrt að gera við ef eitthvað bilar og eru verri í endursölu en 3000 GT. Ég veit ekki nógu mikið um þessa bíla til að þvertaka fyrir þetta svo að ég leita til ykkar með þennan…

Ég er að leita mér að bíl á verðbilinu 500-700 þús. Ég hef mikið álit á svona “grjónaflaugum” og ég myndi þiggja allar tillögur og umsagnir um hina ýmsu bíla.<br><br><a href="http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">Hvati</a