Er með WV Golf 98 módel, ágætis bíll held ég, er reyndar nýbúin að kaupa hann. En smá galli á honum er að hann á það til að vera tregur í gang, sýnist það vera aðallega þegar hann er ekki orðinn nógu heitur. Startarinn virkar alveg, en það er eins og vélin grípi ekki, eða eitthvað (er ekki nógu tæknileg til að útskýra þetta almennilega). Það hefur virkað að botna hann gjörsamlega í smá tíma og þá loks tekur hann við sér. Hvað ætli sé að? Nú skilst mér að rafgeymirinn sé nýr í honum.
Kveðja,