Bíllinn minn er bilaður, ég veit að vatnsdælan er farin, en áður en við tókum hana úr þá sauð alltaf á honum og það var geðveikt lítið vatn eftir. En síðan setti í vatn á hann og keyrði hann og það virtist ekkert minnka við stutta keyrslu. En síðan prófaði ég líka að setja hann í gang og leita að leka en fann ekki neitt. Ef að vatnslásinn sé ónýtur ætti bíllinn þá að leka, eða minnkar vatnið á honum við að það sýður á honum. Eða getur verið að hann lekur bara í keyrslu ekki í lausagangi?