Til sölu bimminn minn, 735i '87. Fólk trúir ekki að hann sé orðinn 15 ára gamall, leðrið er ótrúlega vel með farið, enda er eiginlega ekkert búið að keyra þennan bíl, 153 þúsund km. Fluttur inn nýr fyrir forstjóra flugleiða sem hafði hann inní bílskúr þegar hann var ekki að keyra hann. Líklegast hafa hinir eigendurnir líka gert það, þar sem lakkið er mjög fallegt. Hann er dökkblár metallic, einhver effect litur sem breytir um lit eftir því frá hvaða horni er horft á hann, orginal lakk. Fullt af aukabúnaði, eina sem er ekki í honum sem var hægt að fá í hann á þessum tíma er cruise control og rafmagn í sætum. Annars allt til alls, svo sem ABS, rafmagn í rúðum, þjófavarnakerfi eitthvað, álfelgur og svo framvegis. Fyrir þá sem vilja fræðast eitthvað um þessa bíla, þá skrifaði ég grein um þá fyrir stuttu: http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=35919 og svo er hérna líka fín grein um hann á ensku: http://users.tinyonline.co.uk/sheikh/cars/BMW735.htm

Það er búið að setja Performance chip í hann, sem lætur hann skila 266 hestöflum. Það er ýmislegt að honum, þetta er það sem ég veit um: Það þyrfti að stilla vélina; Tölvan segir að það sé lítill þrýstingur á bremsukerfinu en bremsurnar virka samt fínt, líklegast skynjari sem er farinn; Ljósin í mælaborðinu virka ekki. Ég get látið 1000 bls viðgerðarbók fyrir þennan bíl fylgja með, sem kostaði 15þúsund kr. Í henni er næstum allt tekið fyrir og hafi menn aðstöðu til að gera við þennan bíl þá eru þetta kjarakaup. Ég er tilbúinn að láta bílinn á 520þúsund, sem er nokkuð lítið fyrir svona bíl. Ég á eina eða tvær myndir af honum, þannig að sendiði mér mail ef þið hafið áhuga. bryde@binet.is