Mal3 sendi inn mynd af bíl sem hefur verið kallaður SCC (Safety Concept Car). Þetta er eiginlega bíll sem öllum nýjungum hvað varðar öryggi í tækni, efnum og framleiðslu er hent í. Meðal þess sem má nefna er gegnsær A-póstur, radar sem skannar “blinda blettinn” (aftur og til hliðar), aðalljósin fylgja beygjum (stolið úr Citroen DS), innrauð myndavél til að auka við sjónsviðið í myrkri, myndavél framan á bílnum fylgist með vegkantinum og lætur vita ef bíllinn er kominn of nálægt honum (yrði MJÖG pirrandi á Íslandi). Sumt af þessu eru ágætis hugmyndir annað er bara held ég bara “show-off”. Lykillinn verður með fingrafarar skanna og getur sent upplýsingar til bílsins um hver er að fara að keyra og er þá sæti, speglar, fótstig, etc stillt samkvæmt því (gamalt…).<br>
Held að þetta sé nú meira til að sýna sig.. en samt svolítið gaman að Volvo hafa verið mjög duglegir að vera sýnilegir á vefnum og annars staðar og gera í því að hleypa “almenningi” í hugmyndirnar til að fá feed-back frá mögulegum kaupendum. <br>
Varðandi útlitið þá hef ég séð myndir af því sem er kallað “C50” sem verður minni coupe heldur en C70 og verður í sama stíl og S60 og er hann ekkert ósvipaður SCC. Sögur herma hins vegar að PCC (Performance Concept Car) sé að koma á á markað á þessu ári undir nafninu S60R. 2,5L 300 hestöfl og 400Nm torq, 6 gíra beinskipting og nýtt Haldex fjórhjóladrif. Auk þess verður rafeindastýrð fjöðrun sem er stillanleg á comfort eða sport eftir “skapi” ökumannsins. Verður hún önnur “gagnvirk” t.d. við beygju þá verður hún stífari á þeim hjólum sem eru utar í beygjunni, við hemlun að framan og við snögga inngjöf að aftan og svo framvegis…. <br>