Var að fá eigandaferil af Toyotunni sem ég er nýbúinn að kaupa. Fékk eiginlega sjokk. Það eru hvorki meira né minna en 18 eigendur sem hafa átt hann á sjö árum. Að vísu hefur P.Samúelsson átt hann tvisvar og Hekla hf 1 sinni. En afhverju í ósköpunum hafa 15 manns átt þennan bíl á 7og hálfu ári??. Hann er ekinn 116.000 km, gott lakk, þó svo hann virðist hafa verið út um allt land. Sér t.d ekki á innréttingunni og smurbók frá 80.000 km. Er ótrúlega spældur, en ég spurði fyrri eiganda hvort margir hefðu átt hann, hann sagði orðrétt “ ne, held það ég sé fimmti eigandinn” ég var svo heimskur að þegar ég hringdi í P.Sam og fékk ráð og listaverð og bað einhvern gaur þarna að kíkja hvort hann hefði nokkuð verið í eigu tryggingafélags, neinei, aldrei. :/, hann hefði hinsvegar mátt segja “það hefur annarhver Íslendingur setið í þessum bíl” Ætti ég að krefjast einhvers?? Ég trúi þessu varla, eða er þetta svo slæmt?

(tók nöfnin út) bara staðirnir

Eigendaferill
Kaupdagur- Póstfang
11.01.02- Kópavogur(ég)
15.07.01- Reykjavík
14.07.01- Kópavogur(umboð)
19.12.99- Akureyri
14.09.99- Reykjavík
15.05.99- Grindavík
12.02.99- Akranes
16.12.98- Seltjarnarnes
25.12.97- Þingeyri
03.03.96- Kópavogur
08.01.96- Mosfellsbær
15.12.95- Reykjavík(umboð)
30.05.96- Bakkafjörður
26.08.95- Siglufjörður
27.07.95- Akureyri
04.06.95- Kópavogur(umboð)
21.02.95- Dalvík
16.06.94- Akureyri