Jæja, fór út á Shell áðan og sagði eins og maður gerir ef maður er blankur “100 kall af 95” (ætti að fara á ÓB en ég komst á Shell á gufunni!)

Dælukallinn svaraði með að spyrja hvort ég vildi ekki V-Power og hélt nú ekki en hann sagði að ég fengi bara hálfan líter meira af 95 og viti menn V-Power kostar bara 99,9 krónur ef ég man rétt. Ég spjallaði aðeins við þennan ágæta sölumann í gerfi dælukalls og sagði svo “Fylla af V-Power!”

Ágætt að testa þetta ef verðmunurinn er ekki nema 7 kr. pr. líter og tankurinn alveg tómur.

Ég er nú ekki viss hve mikill munur er en ég mun líka eyðslumæla bílinn á þessum tanki og ef reynslan er góð mun ég kannski hlada áfram að versla þetta ef verðið helst svona. Mér fannst eins og það væri smá munur á bílnum en kannski var það ímyndun. Minnti smá á það þegar ég setti loftsíu frá K&N í bíl sem ég átti áður. Það var eins og bíllinn væri aðeins léttari og viljugri og aðeins meira út úr því að hafa að snúa honum en vélin í Ka er ekki mjög snúningsglöð heldur lifir á meðal snúning þar sem togið er alveg þokkalegt m.v. bíl sem er heil 58hö!

Ég verð nú að bæta við að maður varð aðeins að þenja gripinn eftir þetta. Kom inn á hringtorg á góðum hraða, þrengdi línuna og fann hvernig fjöðrunin á ytra framhjóli pressaðist og tók við álaginu en staðnæmdist áður en bíllinn fór að halla að viti, bíllinn hélt stefnu og neitaði að undirstýra, aftur fór bensínið í botn og 58hö gerðu sitt besta til að rífa bíllinn út úr torginu. Beinn kafli, ég glotti og hrópa upp yfir mig “vúhú!”

Það er gaman að keyra :)<br><br>“Litlir bílar rúla!” -Mal3