Ég er að passa fyrir vin minn Imprezu GT, hvítan, æðislegan bíll. Hef haft hann núna í viku og á aðra viku, og hef tekið eftir nokkrum fyndnum momentum út af honum.

Til dæmis ef maður er stopp á ljósum með annan bíl á undan sér reyna þeir ótrúlega oft að komast fljótar af stað, þenja vélina alveg og brosa svo breitt þegar þeir komast á undan.
Þetta hefur aldrei verið gert við mig þegar ég er á mínum praktíska fjölskyldubíl, Toyota Carina E.

Líka það úti á þjóðvegum þá er miklu meira tekið framúr manni, ég er kannski að aka á 105-110, koma einhverjir og rembast framúr. Oftast Corollur, Civic og Golfar. Einnig er löggum held ég almennt illa við svona bíla. Var stoppaður á 102 á Kjalarnesinu. Mér finnst bara vera djös. Rembingur í fólki útí svona sportbíla.

Þess má geta að ég er að keyra þennan bíl til fyrirmyndar. Aldrei neitt að bjóða uppá einhverja spyrnu eða neitt solleiðis.