Allveg síðan ég fékk bílinn minn (tvö ár) þá hafa afturbremsurnar verið með einhver leiðindi. Það sem er nú að er bremsudælan (er það ekki annars rétt nafn) þegar hún klemmir diskin þá fer stimpillin ekki 100% til baka þannig að hægri aftari hjólið er alltaf smá í bremsu. Núna er bremsuklossinn búinn að búinn að eyðileggja diskinn. Hvernig fæ ég stimpilinn til að fara til fulls til baka. Mér er hálf illa við að kaupa nýja dælu því það er dýrt. Eitthvað sem ég get gert? Þarf ég að taka hann úr eða?

Þetta er VW Golf 98. Leiðinlegt að gera við þannig bíla.