Sælir Hugarar.

Ég veit það er erfitt að bilanagreina bíl í gegnum netspjall en mig langar samt að athuga hvort þið getið aðstoðað mig.

Ég er á Mözdu 6 og það er eitthvað leiðinda bankhljóð í honum. Ég heyrði hljóðið fyrst í fyrradag en svo ágerðist það í gær. Hljóðið heyrist þegar ég keyri hægt og það virðist fylgja snúningi hjólanna, þ.e. kemur eitt “bank” þegar hjólin fara einn hring. Hljóðið virðist koma að aftan (bíllinn er framdrifinn). Ég fór út í gærkvöldi og tók á öllum hjólum og skoðaði þau eins vel og hægt er að gera í myrkri en fann ekkert að, ég fann ekkert slag í hjólunum eða neitt sem gæti útskýrt hljóðið.

Hafið þið einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að?
Bassar: Fender Precision Lyte MIJ, Fender Jazz Bass '75 RI CIJ