Ég hef tekið eftir því í nokkrum greinum að menn eru að tala um spyrnur á götum bæjarins og ég hef menn hreikja sér af hraða um og yfir 140. Ég sjálfur er kannski lítið betri (þetta getur nefnilega verið svo skemmtilegt :) en ég hætti þó miklu fyrr.

Væri ekki rétt að þeir (ég meðtalinn) sem að hafa svona gaman af því að spyrna og keyra hratt reyni að takmarka þessar spyrnur (allavegana þessar um og yfir 140) við Kvartmílubrautina. Þar getum við spyrnt og keyrt hratt án þess að stofna öðrum í voða.

Klúbburinn hefur auglýst æfingar reglulega og svo fáið við tækifæri til að sína virkilega hvað í ykkur býr þegar keppt er. Jæja, best að byrja að æfa sig fyrir sumarið (sjá link) ;)

http://www.mustangweekly.com/game/protree.html

JHG