Sælir.

Ég er í smá vandræðum með hátalarana í bílnum mínum, eða ég held að það séu hátalararnir en er ekki alveg viss.

Vandamálið lýsir sér þannig að við sum lög þá koma óþægilegar truflanir, ekki suð en ég get ekki alveg útskýrt þetta.. Ef að ég hlusta á útvarpsrás þar sem einungis er verið að spjalla þá er þetta alltílagi um sum lög eru fín. Og svo er eitt sem ég skil ekki, félagi minn var í bílnum með iPod og iTrip og það virkaði fínt! Engar truflanir! Ég botna ekkert í því.. gæti það verið útaf því að iTripið sendir lögin út í slappari gæðum (bitrate og kHz)? En annars grunar mig að þetta séu bara hátalararnir sem eru eitthvað slakir, hefur víst verið svona frá byrjun og ég er kominn með leið á því að geta ekki hlustað á tónlist án þess að fá einhverjar helvítis truflanir endalaust.

Gæti ég farið með bílinn einhvert og látið athuga þetta og þá hugsanlega skipta um hátalara eða dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að?


Tók upp smá klippu af hljóðinu með símanum mínum, er mjög greinilegt fyrst þegar hann er að tala. Truflanirnar virðast hverfa eftir að ég setti upptökuna á youtube, voru alveg í gegnum allt lagið eiginlega. En upptakan:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=WYmBPpASvQc

Bætt við 8. september 2008 - 16:33
Okey frábært.. titilinn fór í klessu. Átti að vera “Vandræði með ”græjur" í Ford escort ´97.