Er búinn að vera í Bandaríkjunum í talsverðann tíma og keyra heilmikið. AF HVERJU má ekki beyja til hægri þó það sé rautt ljós á Íslandi?? Óþolandi að vera vanur að gera það úti en þurfa svo alltaf að bíða hérna! Ríkið myndi að auki spara sér þessar hundruði útreina til hægri við gatnamót!

*bitur*

Bætt við 8. september 2008 - 19:06
Þetta er samt sem áður bara einn punktur af mörgum sem mætti laga hérna.
Er eðlilegt að planta GANGBRAUTARLJÓSUM á miðri MIKLUBRAUTINNI? Við erum að tala um að 10-50 bílar þurfi að stoppa í 20 sek, á miðri “hraðbraut”, á meðan
gömul kona trítlar yfir.
Þetta er náttúrulega ekkert praktískt.
(Ég er að tala um ljósin á milli 365fjölmiðla og Kringlumýrar/miklubrautar gatnamótanna).