Ég var að fá bílinn í fyrradag úr viðgerð og keypti mér svona Xenon perur að framan. Kostuðu einhvern 4000 kall í P.Sam og er helv. flott birta af þeim, sérstaklega því ég keyri svo mikið úti á landi á óupplýstum vegum er þetta mjög þægilegt.

Svo vorum við að keyra í gærkvöldi að austan og hingað til Reykjavíkur þegar ég er stoppaður af Patrol lögreglujeppa eftir ca 20 km leið. Var á 93km, og soldið hissa. Þar sem þessi ákveðni lögreglumaður hefur stoppað mig nokkuð oft og ég held að honum sé eitthvað illa við mig, lætur hann mig blása í blöðru. Finnur nottla ekkert, svo tekur hann eftir bláu ljósunum og segir að þetta sé ólöglegt(?) Hringdi meira að segja eitthvað og staðfestir það svo við mig að þetta sé ólöglegt ef bíllinn kemur ekki með þetta úr verksmiðjunni (m.a nýju benzarnir og bimmarnir). Svo er ég með lituð númeraljós að aftan, sést varla og þau mega ekki vera. Því skellir kallinn Boðun í Skoðun miða á mig. 6000 kall í sekt og þarf að láta skoða.

Ég hélt þar sem ég keypti þetta hjá P.Sam (fæst líka í Aukaraf) að þetta væri 100% löglegt. Allavega borga ég ekki sektina þegjandi og hljóðalaust.


Hitt er svo annað mál að landsbyggðarlöggur á litlum stöðum eru svo merkilegar með sig. Kannski búnar að sitja í bílnum allan daginn og ekkert gerst, nema kannski að einhver hafi lagt hjólbörunum sínum ólöglega!,