Þegar var verið að tala um gæði þessara fjölskyldubíla, sendi ég Neytendasamtökunum og FÍB tölvupóst og bað um könnun, leið og beið í 3 vikur og þá kom þetta. Athugið að þetta eru 11 hæstu, Hyundai er ekki á listanum!!(hefur lagast), þetta eru árgerðir 1994-1995. Ég bjóst satt að segja við að Mazda væri efst, svo Honda Accord og síðan Toyota Carina, en svona er þetta. Athyglisvert hvað Audi, Mondeo og Vectra koma illa út, sem og BMW þristurinn. Ég er svo einfaldur að ég hélt að þetta væru framúrskarandi bílar.

“ADAC kemst að þessari niðurstöðu í mjög ítarlegum prófunum. Þeir reynsluóku þessum miðstærðarbílum og eru þetta þeir 11 hæstu, yfir 400 milljónir kílómetra, sem samsvara 30.000 km á bíl og héldu nákvæmar dagbækur um bilanatíðni, eyðslu og viðhaldskostnað.

5 =mjög gott. 4=gott. 3=ásættanlegt.2=ófullnægjandi.1=mjög ófullnægjandi”




Tegund Bilanatíðni Gallatíðni Verkstæðismat Verkstæðiskostnaður Framboð á varahlutum Eyðsla
Toyota Carina 5 5 5 4 4 3
Nissan Primera 4 4 3 4 3 4
Mazda 626 4 5 3 4 4 3
Honda Accord 4 4 5 3 4 3
Mercedes C 2 3 3 3 3 3
Volvo 850 3 4 4 2 3 3
BMW 3-series 3 4 3 2 3 3
Audi 80 & A4 2 3 3 4 3 4
VW Passat 2 3 3 4 2 4
Opel Vectra 2 3 4 4 3 4
Ford Mondeo 1 3 4 4 1 4
<br><br>Bráðum koma jólin.
OH.