Sælt verið fólkið

Langaði að athuga hvort einhverjir sniðugir bílamenn gætu aðstoðað mig við smá vandamál sem er að blossa upp hjá mér.
Ég á gyllta nissan Micru, beinskiptur, árgerð 97, keyrð 155.þús og hef átt hana í 5 ár núna. Held að hún hafi bara átt einn eiganda á undan mér…en allaveganna…

Undanfarna 1-2mánuði hefur bílinn átt voðalega erfitt með að gefa í, fara upp brekkur og reynir rosalega á sig þegar maður skiptir um gír. Ég veit að aldurinn er kannski farin að segja til sín en mér finnst þetta ekki alveg nógu eðlilegt.
Svo varð það að ég þurfti að lána vini mínum bílinn sem er smá bílakall í sér og hann sagði mér að kúplingin væri að verða búin (ég þekki eiginlega ekkert á bíla svo þetta sagði mér voðalega lítið nema að þegar hún færi gæti ég ekki skipt lengur um gír)

Svo ég þarf að vita hvort einhver viti nokkur hvað það kostar að skipta um kúplingu á svona bíl? Málið er að um leið og viðgerð skellur á bílinn sem er yfir 60þús kall þá hef ég hugsað mér að losa mig við hann, hvort sam ég sel han á slykk eða í parta og þarf því að vita hvort það sé komin tími til að skipta um bíl?
cilitra.com