Hvernig hugsið þið um bílana ykkar?

Alltaf stífbónaðir, smurðir á réttum tíma, aldrei að draga það að fara í skoðun, gera við allt sem bilar strax. Bletta í rispur og hugsa vel um lakkið?

Það eru alltof margir sem hugsa ekkert um bílana sína. Synd að sjá sérstaka og glæsilega bíla, drabbast niður. T.d er einn BMW 320 ca 94-95 í götunni minni, hvítur og er byrjaður að ryðga heilan helling. BMW merkið að framan er ekki búið að vera á honum lengi og spoiler sem var á skottinu, var tekinn af því byrjað að var ryðga með honum á skottlokinu, síðan var skottið ekkert lagað, 4 stórir ryðblettir ofan á skottlokinu er ekkert geðslegt. Bíllinn virðist aldrei þrifinn og er óskoðaður og allt að.Mikið tikka-tikk hljóð í honum. Synd
Eins er 300E Benz hérna nálægt, lítið ekinn svartur árg 1991, á svörtum stálfelgum(enga hjólkoppa) púströrslaus, klesstur að aftan og leðrið illa farið inní honum.
Svo vissi ég um fjólubláan BMW M5 92-94 sem lenti í mjög slæmum höndum, illa farið með hann, allt brotið framan á honum og hreinlega ljótur. Svo keypti einhver eldri kall hann fyrir austan og nú er þetta þvílíkur dekurbíll

Því spyr ég, hvernig hugsið þið um bílana ykkar og að hvaða leyti, hvað felst í því að hugsa vel um drossíuna sína.??
<br><br>Bráðum koma jólin.
OH.