Sælir/Sælar

Nú er farið að heirast undarlegt hljóð í Renaultinum mínum, Renault Megane Coupe 1997 ekinn 178.000 km

Hljóðið kemur einhverstaðar frá dekkjunum eða gírkassanum og má helst líkja því við lítinn mótor, rosalega furðulegt.

Við erum að keira bílinn ca 100km á dag og því ekkert skrítið að hann er alltaf bilandi, en hvernig get ég verið viss hvaðan þetta hljóð kemur? Og hvað í fjandanum þetta er…

Mér datt helst í hug hjólalegan, en það er ekkert slit á neinu dekkinu og það skrunar ekkert þegar ég legg í fulla beigju og ek, hljóðið byrjar þegar ég er kominn yfir ca 70km hraða og virðist alltaf aukast… Þetta hljóð hækkar og lækkar því hraðar eða hægar sem ég fer, það er nægur vökvi á gírkassanum og ekkert mál að skipta um gíra.


Hjálp vel þegin :)
Beer, I Love You.