Ég er oft að pæla í þessum “afmælistýpum” af hinum og þessum bílum, (þetta er ekki skot á þig Kull, greinin þín bara fékk mig til að skrifa um þetta)

mér finnst stundum að það komi afmælistýpur á hverju ári af sama bílnum? persónulega finnst mér að afmælistýpa eigi að vera eitthvað mjög sérstakt, sbr. Trans Am 78? (man ekki hvaða árgerð það var)
Svo eru á götunum hérna alls kyns Arctic Edition, Joker, Hurricane osfrv. bílar sem eru settir á vetrardekk og þá er klínt á þá “Arctic Edition” límmiða, sbr. Subaru fyrir nokkrum árum, lætur fólk plata sig svona?
T.d. er ekki framleiddur Daiwoo Lanos “Hurricane”,, allavega finn ég það ekki á síðu framleiðandans,

Ég átti einu sinni Toyota Corolla 1300 og bjó til lítið merki á hann sem á stóð “Tropical Edition”.. það var alveg merkilegt hve margir tóku eftir þessu og spurðu mig hvað þetta stæði fyrir,,, “opnanlegar rúður” svaraði ég alltaf, sýnir bara hvað er hægt að bulla með fólk :)<br><br>“Facts are stubborn things”