Þetta er VW Golf GTi 16v, '97 árgerð, 5 dyra og ekinn aðeins 40 þús km. Hann er með 2.0L 16v vél sem er skráð 150 hestöfl.
Þetta er sérstök afmælistútgáfa og aðeins þrír eru til á landinu, hægt er að sjá myndir af svipuðum bíl og hvað er í afmælispakkanum <a href="http://www.anniversaryregister.brum.net/Anniversary%20Model%20Synopsis.htm“>hér</a>.

Hann er með 16” BBS álfelgum með 215/40 Kumho dekkjum sem voru keypt síðasta vor. Einnig fylgja 15“ álfelgur fyrir veturinn með Bridgestone Blizzak loftbóludekk sem keypt voru haustið 2000. Síðan eru allir helstu hlutir eins og topplúga, þokuljós, 2 loftpúðar, rafmagn í rúðum og speglum, Recaro sport sæti, skyggð ljós og rúður.
Hægt er að sjá frekar lélega mynd af honum <a href=”http://www.simnet.is/kull/Golf.jpg“>hér</a>.

Búið er auka kraftinn nokkuð og er hann með Jetex kraftpústi úr ryðfríu stáli sem nær alveg frá hvarfakút og aftur úr. Svo er hann með nýjum tölvukubb og K&N kraftsíu.
Hann er lækkaður með Koni sport gormum og dempurum sem eru stillanlegir að framan. Einnig fylgja með góðir bremsupúðar frá EBC úr kevlar efni. Allt þetta var keypt á síðasta ári og fylgja upprunalegu hlutirnir með. Þessar breytingar kostuðu yfir 300 þús. Ætla má að hestöflin séu um 175 núna.

Ég hef hugsað vel um hann og alltaf smurt á réttum tímum og alltaf sett Mobil 1 olíu á hann. Þessi bíll var valinn áhugaverðastu Golf landsins á sýningu hjá Heklu, sjá <a href=”http://www.hekla.is/frettir/000926.html">hér</a>.
Þetta er mjög skemmtilegur bíll og með þessa fjöðrun liggur hann rosalega vel og hefur maður oft skilið kraftmeiri bíla eftir í hringtorum og kröppum beygjum.

Verðið er 1500 þús, engin skipti. Nánari upplýsingar í síma 895-8633.