Ég þarf að fara út í þá aðgerð að laga nokkra ryðbletti á bílnum mínum áður en þetta verður óviðráðanlegt. Það er ma. slæmur blettur kringum loftnetið, orginal loftnetinu hefur verið skipt út og annað sett á en ekki gengið nógu vel frá.

Það sem mig langar að vita er: Hvar get ég fengið lit sem næstan þeim sem er á bílnum? Hvað ber að varast og hver eru ykkar hollráð varðandi slíkar aðgerðir?

Þakkir,
vamanos