Veit að þessi umræða hefur farið hér fram en er ekki gamalt fólk oft alveg stórhættulegt í umferðinni. Ég var nefnilega að klessa Toyotuna mina sem ég hef átt í rúma viku. Keyri í rólegheitum á ca 50-60 km hraða eftir fjölfarinni götu í Kópavogi með ólétta konu en við vorum að fara á Landspítalann, mjög snemma í morgun, þegar gamall maður á nýjum Lancer Station fer yfir á svo eldrauðu ljósi og ég á grænu yfir og við dúndrum náttúrulega saman. Ég náði að sveigja vel frá sem minnkaði áreksturinn mikið en sá gamli bremsaði varla fyrr en við rákumst saman. Ekkert mjög miklar skemmdir, báðir bílar vel keyrsluhæfir en samt hefði þarna getað orðið hryllilegt slys ef ég hefði kannski verið á 80-90 einsog ég keyri stundum þarna.

Hann var semsagt fæddur árið 1919, 83 ára gamall,(munar 63 árum á okkur) frekur hundur sem var alveg öskureiður útí mig fyrir að sjá sig ekki. Hann vildi m.a annars kalla fram vitni og sagði að ég hefði verið á mikilli siglingu, ég hefði átt að sjá sig. Sem betur slapp Kærastan mín alveg ómeidd(gamli hundurinn líka) en ég rak hausinn í rúðuna (var ekki í belti) og var eittthvað vankaður og er e-ð skrýtinn núna. Ekki sé minnst á hvað manni bregður rosalega.

En hugsið hættuna á því að svona gamalt fólk virðir ekki ljósin. Ekki vil ég mæta þessum manni til dæmis á öllum vegunum sem liggja utan í fjalli á Vestfjörðunum, sem ég keyri stundum.

Svo skapar þetta rosalega hættu á þjóðvegi, t.d varð eitt dauðaslys í fjölskyldunni sumarið 2000, útaf framúrakstri þar sem bíll var að aka á 70 á þjóðvegi 1 fyrir norðan. Eins lenti svo vinur minn á eftir Polo með númerið AFI!! Sem var að aka á 30-40 km á Miklubrautinni. Það er ekki bara unga fólkið sem er hættulegt. Heldur fólk sem sér ekki rauð ljós og telur ok að fara yfir, þó að það sé lítil umferð.