halló!
í kvöld var ég að keyra 2006 árgerð af Peugeot 307 sem ég er búinn að eiga frá því í febrúar minnir mig og núna var hann með helvítis leiðindi.
einusinni lenti ég í því að bíllinn sýndi “antipollution faulty” á skjánum, en þá keyrði bíllinn en var skrítið hljóð í honum og var bara skrítinn..
fyrr í kvöld kom þetta “antipollution faulty” aftur en strax eftir að það hvarf á skjánum drap bíllinn á sér, eins og hann væri bara bensínlaus.
ég reyndi að starta honum en það gekk ekkert.
helvítið neitar að fara í gang!
hann startar alveg og allt það, en bara fer ekkert í gang!
ég veit alveg vel að hann er ekki bensínlaus, því ég setti bensín á hann eftir að þetta gerðist og virkaði hann ekkert frekar.
hann getur varla verið rafmagnslaus heldur, því hann startar, útvarpið virkar og gluggarnir virka líka.

hafiði einhverja hugmynd um hvað er að helvítis draslinu mínu?