Afhverju eru bílasalar umboðanna og allir svo hissa á því að bílasala hefur dregist niður um 48%. Verðið á þeim er brjálæði. Fólk lætur svo ekkert bjóða ´ser uppítökuverðin, einsog á mínum bíl Carina E 2000 1996 er listaverðið 900.000 kr, uppítökuverð Toyota er 750.000. Segjum að ég setji bílinn minn uppí nýjan Passat/Avensis/Mondeo, til að fá sambærilegan bíl og ég er á, kostar þessir bílar nýir ca. 2.3 milljónir, eftir standa 1.550.000 sem er of mikið. Bíllinn minn er 6 ára í einmitt í dag. 8.jan, er það eðlilegt verðfall úr 2,3 millj í 900.000 kallinn?(til að fá sambærilegan) Og 750.000 uppítaka?? Bíllinn fellur um 12% á fyrsta árinu, 2.024.000 kr. Næstu ár fellur hann um 8-10 % á ári,misjafnt eftir tegundum, Huyndai fellur örugglega miklu meira

Ég talaði við sölumann notaðra hjá Toyota og hann sagði afföll Carina E með minnsta móti og það sögðu líka bílasalar á Aðalbílasölunni, Bílahöllinni, KIA-umboðið, Evrópu og í Bílalandi B&L, , svo ég reikna með 8-9% aföllum á Carinu.

Nýr 2,3 mills
Fyrsta ár 2.024.000
2.ár 1.862.000 kr.
3.ár 1.713.000 kr
4. ár 1.575.000 kr.
5. ár 1.449.000 kr.
Og loks núna á sjötta árinu : 1.333.000 kr.

Því ætti bíllinn minn að vera að verðmæti 1.333.000 kr MIÐAÐ VIÐ hvað nýr samskonar bíll kostar

auðvitað meiri búnaður í nýjum en samt, ef bílar hækkuðu alltaf eftir því sem meira bættist við þá myndu allir bíla kosta tugi milljóna miðið við þá þróun sem hefur orðið á síðustu áratugum. Minn bíll er með 2 loftpúða, ABS og spólvörn og gefur Avensis eðlilega mikið eftir í búnaði miðað við aldur.
<br><br>Bráðum koma jólin.
OH.