Ég á BMW 318iS '92 módelið og ég er að fara að fá mér græjur í bílinn. Ég ætla að kaupa þær uppá flugvelli (er það ekki mun ódýrara?). Ég er að hugsa um að fá mér magnara, afturhátalara og framhátalara og þetta er allt frá sitt hvoru fyrirtækinu. Er það ekki alveg í góóðu lagi? Síðan kemur keilan bara seinna.

Kenwood magnara KAC-749S fjögurra rása magnari 21.000
Pioneer afturhátalara TSE-2095 300w 20cm/þrískipt 16.000
Dsl framhátalara DSL PS-5 13cm Pro Slimelime 10.000

Samanlagt er þetta umþaðbil 47.000 kall.

Er eitthvað vit í þessu hjá mér?
Er eitthvað sem ég ætti að breyta eða huga frekar að?
Hallgrimur Andri