þið hafið eflaust flestir tekið eftir að oft vill skapast vesen í kringum vinnuvélar í umferðini og einstaka sinnum slys…
áðan var ég að keyra í dal er kallast engidalur og er búið að setja veg yfir sjóinn með brú í miðjuni til að stytta leiðina á flugvöll okkar ísfirðinga… áðan var ég að keyra yfir þennan veg á coltinum mínum var á um 70km hraða á góðum nagladekkjum færðin góð þrátt fyrir dáldla hálku og snjókants í miðjuni.
ég mætti einhverri vinnuvél þegar ég var tæplega hálfnaður með vegin og þegar ég mætti henni virðist sem hún hafi ausið snjó yfir bílin minn (vinstra megin að framan) sem hafði þær afleiðingar að það kom högg á bílin og hann birjaði að snúast í hringi og endaði ég á brúarhandriðinu og það sem fór eitt merst í taugarnar á mér fyrir utan skemmdir bílsins er að gaurin á vinnuvélini lét sig þetta engu máli skipta og stakk stakk af.. ég veit að nú hugsa flestir iss ungur ökumaður sem vissi ekker hvað hann var að gera.. en það fór ekkert á milli mála af hevrju þetta skeði og mátti þakka fyrir að ég fór ekki útí sjó…

bíllin skemmdist nanast ekkert sem betur fer en það er þó beygla sem fer illilega í taugarnar á mér og það versta er að hún nær ekki sjálfsábyrgðini :( nú sit ég uppi með beyglu á næstum milljón krónu bíl sem ég hef lagt mig allan framm við að keyra halda vel við og hafa fallegan :(