ég hélt alltaf þegar maður keypti bíl í umboði að maður fengi alltaf aukalykil.

ég keypti mér notaðan bíl í toyota í október. Fékk ekki varalykil. í nóvember fór ég með bílinn uppí toyota að láta laga einhverja pínu bilun og talaði við þá um varalykil og þeir ætluðu að ath málið og ég fékk ekkert að heyra aftur.
Fór með bílinn í smurningu í toyota á EGS og talaði við þá um varalykil og hann segist ekkert vita en ætlar að skoða málið og hringja, en ég hef ekkert fengið að heyra.
Núna eru málin þannig að kærasti minn er með bíllyklana í vasanum í vinnunni á Reyðarfirði og ég með bílinn hérna heima á EGS og hefði þurft að nota bílinn og varalykill hefði komið að góðum notum þannig ég er smá bitur útí toyota.


EN það sem ég er að spá hvort þeir VERÐI að láta mig fá aukalykil eða bara ef lykilinn sé týndur þá er hann týndur og ekki söguna meir?
ef svo hvað kostar að smíða auka bíllykil?
Ofurhugi og ofurmamma