Veit einhver hvernig málið er með nýju Lödurnar, Lada umboðið opnaði á Fosshálsi, síðan á móti IKEA í einhverjum kofa og er nú horfið.

Þegar þeir stofnuðu þetta Lada umboð í janúar sögðust þeir ætla að selja um 100 stk á ári af gamla Sport jeppanum. Hann kostaði 990.000. Gott verð fyrir sterkan jeppa en samt Lada. Svo sögðu þeir í blaðaviðtali að þeir færu að afhenda 20-30 stk af Sport til bílaleigu. Veit ekki hvort af því hefur orðið því á síðasta ári seldust 28 Lödur.

Svo í maí 2001 kom Lada-fólksbíllinn, 111 og 110. Kostuðu eitthvað um 900.000 kall en voru næstum þeir alljótustu bílar sem ég hef séð, minnti mig jafnvel á MMC “Carisma” , Sæmilega vel búnir bílar, rafmagn í rúðum, samlitir stuðarar, rafkerfi frá viðurkenndum aðila og fl. En sem betur fer eru Íslendingar ekki það vitlausir að þessi bíll seldist, veit ekki kannski 10 stk af fólksbílnum. Hver kaupir líka nýja Lödu á 900.000 þegar hægt er að fá : Corollu 1600 1998, Carinu 2000 95-96, Hyundai Acedent 2001(notaðan) eldri Bimma og miklu fleiri geðslegri bíla en þetta crap sem ryðgar og bilar ef maður horfir nógu stíft á þá.